Ferill 517. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 856  —  517. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um kröfur um færni ökumanna.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða kröfur um færni ökumanna eru gerðar til einstaklinga sem hyggjast taka bifreið á leigu hér á landi?
     2.      Hvernig er leitast við að tryggja að ökumenn bílaleigubifreiða fullnægi alþjóðlegum kröfum um ökufærni, t.d. samevrópskum kröfum um færni ökumanna?
     3.      Telur ráðherra í ljósi séríslenskra aðstæðna, t.d. í vegakerfi og veðurfari, að rök séu fyrir því að gera auknar kröfur í þessu efni umfram það sem t.d. samevrópskar reglur um ökufærni gera ráð fyrir?
     4.      Hvaða áform hefur ráðherra um aðgerðir sem lúta að ökufærni til að auka öryggi í umferð í þéttbýli og á vegum úti?


Skriflegt svar óskast.