Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 858  —  519. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um takmörkun á sölu orkudrykkja.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


    Telur ráðherra að takmarka beri sölu orkudrykkja í ljósi þess sem landlæknisembættið mælir með og kemur fram í 4. tölul. svars heilbrigðisráðherra á þskj. 605? Koma frekari takmarkanir á sölu og markaðssetningu orkudrykkja til greina, m.a. varðandi innihald koffíns og táríns og sölu til barna og ungmenna?


Skriflegt svar óskast.