Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 859  —  520. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um Nýja Landspítalann ohf.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hefur stjórn Nýs Landspítala ohf., eða til þess bærir aðilar fyrir hönd stjórnar, sent stjórnvöldum uppfærða kostnaðaráætlun fyrir byggingu nýs Landspítala?
     2.      Í hvaða verkþáttum eru frávik og eru þau til hækkunar eða lækkunar miðað við grunnkostnaðaráætlun?
     3.      Hvað er kostnaðurinn mikið umfram, eða undir, grunnáætlun við hvern verkþátt, miðað við raunkostnað þar sem gögn liggja fyrir og svo uppfærðar áætlanir þar sem þær liggja fyrir?


Skriflegt svar óskast.