Ferill 525. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 867  —  525. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um brot opinberra aðila gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hversu oft hafa opinberir aðilar brotið gegn banni við mismunun við ráðningu í störf á grundvelli kyns? Óskað er sundurliðunar fyrir hvert ár frá gildistöku laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, og til dagsins í dag og sundurliðunar eftir kyni kærenda.
     2.      Hversu oft hafa opinberir aðilar brotið gegn banni við mismunun í launum, öðrum kjörum og réttindum einstaklinga á grundvelli kyns? Óskað er sundurliðunar fyrir sama tímabil og eftir kyni kærenda.
     3.      Hversu háar fjárhæðir hefur ríkissjóður greitt í bætur vegna úrskurða og dóma vegna brota gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á umræddu tímabili?
     4.      Telur ráðherra framfylgni hins opinbera við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla vera fullnægjandi? Hvernig sér ráðherra fyrir sér að unnt sé að vinna að því að fækka brotum opinberra aðila gegn umræddum lögum?


Skriflegt svar óskast.