Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 870  —  528. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um blóðmerahald.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni.


     1.      Hvað er blóðmerahald og hver er tilgangur þess?
     2.      Hve margir einstaklingar og fyrirtæki stunda blóðmerahald á Íslandi?
     3.      Hver er veltan af slíkri starfsemi?
     4.      Hve margar blóðmerar hafa verið notaðar í þessum tilgangi af meraeigendum og líftæknifyrirtækjum undanfarin 10 ár, skipt niður á einstök ár?
     5.      Hvað er gert við folöld blóðmera?
     6.      Hvernig uppfyllir blóðmerahald lagaákvæði um dýravernd og við hvaða réttarheimild er stuðst?
     7.      Í hvaða Evrópuríkjum hefur blóðmerahald verið aflagt?


Skriflegt svar óskast.