Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 883  —  533. mál.
Viðbót.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað við hjúkrunar- og bráðarými.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


    Hver er kostnaður við hjúkrunarrými annars vegar og við bráðarými hins vegar á sólarhring hjá eftirfarandi sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum:
     a.      Landspítalanum,
     b.      Sjúkrahúsinu á Akureyri,
     c.      Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
     d.      Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
     e.      Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
     f.      Heilbrigðisstofnun Austurlands,
     g.      Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
     h.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja?


Skriflegt svar óskast.