Ferill 503. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 886  —  503. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Víglundssyni um nefndir og starfs- og stýrihópa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða nefndir og starfs- og stýrihópar á málefnasviði ráðherra hafa verið sett á fót á yfirstandandi kjörtímabili og hver eru hlutverk þeirra?

    Í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar um tímabundnar nefndir, starfs- og stýrihópa sem sett hafa verið á fót á yfirstandandi kjörtímabili og hlutverk þeirra. Um er að ræða sautján nefndir, starfs- og stýrihópa. Hér er ekki greint frá lögbundnum nefndum og starfshópum sem ráðherra hefur endurskipað á kjörtímabilinu, en undir málefnasvið ráðuneytisins teljast nítján lögbundnar nefndir og ráð, tvær lögbundnar úrskurðarnefndir og fimm lögbundnar stjórnir.

Nefnd Hlutverk
Starfshópur um endurskoðun fjármálakafla sveitarstjórnarlaga Að koma fram með drög að breytingum á ákvæðum fjármálakafla sveitarstjórnarlaga sem snúa að fjárhagslegum viðmiðum
Starfshópur um þjónustukort Að styðja við framgang verkefnisins sem felur í sér gerð þjónustukorts sem sýnir aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila
Starfshópur um gjald á framleiðslu og dreifingu raforku Að vinna með álitsgerð starfshóps frá árinu 2017 og komast að sameiginlegri niðurstöðu um leiðir til skattlagningar á mannvirkjum sem framleiða og flytja raforku og eru ekki skattskyldar í gildandi lögum
Teymi um framtíð minkaræktar í samvinnu við ANR Að vinna að því með hagsmunaaðilum að greina framtíðarhorfur minkaræktar
Valnefnd um samkeppnisframlög úr byggðaáætlun Að gera tillögu til ráðherra um veitingu samkeppnisframlaga sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018–2024
Nefnd um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga Að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga með það að markmiði að skýra hlutverk þeirra og stöðu gagnvart annars vegar sveitarfélögum og hins vegar ríkinu
Flugstefna Íslands: Verkefnisstjórn Að semja tillögu að stefnu í flugi sem miðar að því að skapa umhverfi sem viðheldur grunni fyrir flugrekstur og flugtengda starfsemi á Íslandi og styður vöxt hennar að því marki sem það er þjóðhagslega hagkvæmt og eykur atvinnusköpun
Starfshópur um opinbert umhverfi til flugrekstrar og flugleiðsöguþjónustu Tillögur í flugstefnu um opinbert umhverfi til flugrekstrar og flugleiðsöguþjónustu
Starfshópur um alþjóða- og áætlunarflugvelli Tillögur í flugstefnu um alþjóða- og áætlunarflugvelli
Starfshópur um almannaflug, menntun og þjálfun Tillögur í flugstefnu um almannaflug, menntun og þjálfun
Nefnd um úrræði vegna ökumanna sem keyra undir áhrifum lyfja og/eða fíkniefna Að vinna tillögur til sóknar gegn þeirri vá í umferðinni sem eru ökumenn sem keyra undir áhrifum
Verkefnahópur til að leiða viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Að leiða viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
Starfshópur um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til 2033 Að móta tillögur til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga á svæðinu um næstu skref í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra
Starfshópur um endurskoðun reglugerðar um umferðarmerki Að meta hvort tilefni séu til að setja nýja heildarreglugerð um umferðarmerki eða hvort gera skuli breytingar á gildandi reglugerð
Starfshópur um afhendingu og móttöku nýrrar Vestmannaeyjaferju Að eiga samráð um móttöku nýrrar Vestmannaeyjaferju og þau álitamál sem upp kunna að koma og að aðstoða við að leiða til lykta hnökralausa yfirfærslu rekstrar ferjunnar til Vestmannaeyjabæjar
Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins Að stilla upp útfærslum/sviðsmyndum af mögulegum fjármögnunarleiðum til þess að standa straum af kostnaði við fjárfestingar í samgöngukerfinu
Aðgerðahópur um uppbyggingu Akureyrarflugvallar Að gera tillögu um endurbætur á flugstöðinni til næstu framtíðar í samræmi við hugmyndir Isavia um stækkun og endurbætur á núverandi aðstöðu í samræmi við þarfir