Ferill 539. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 893  —  539. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða reglur gilda um heimildir erlendra aðila til að festa fé í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi (veiðum og vinnslu)?
     2.      Hvernig er háttað eftirliti með óbeinni fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi (veiðum og vinnslu)?
     3.      Í hvaða fyrirtækjum í sjávarútvegi (veiðum og vinnslu) eiga erlendir aðilar eignarhlut og hver er sá eignarhlutur, sundurliðað eftir fyrirtækjum?
     4.      Liggur fyrir hverjir eru raunverulegir eigendur þeirra erlendu aðila sem eiga óbeinan eignarhlut í fyrirtækjum í sjávarútvegi og ef svo er, hverjir eru þeir?
     5.      Eru tiltækar upplýsingar um þróun hlutdeildar óbeins eignarhalds erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og ef svo er, hvernig hefur það breyst síðustu 10 ár?
     6.      Telur ráðherra tilefni til að setja frekari skorður við óbeinu eignarhaldi erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og ef svo er, hvað líður undirbúningi tillagna þar um?


Skriflegt svar óskast.