Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 894  —  540. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning sojabauna og ræktun.

Frá Eydísi Blöndal.


     1.      Hversu mikið var flutt af sojabaunum til landsins á árunum 2013–2018? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári og upprunalandi baunanna og hvort þær voru ætlaðar til manneldis eða annars, t.d. í dýrafóður.
     2.      Telur ráðherra grundvöll fyrir ræktun sojabauna hér á landi?


Skriflegt svar óskast.