Ferill 542. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 896  —  542. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um gegnsæi umhverfisáhrifa við framleiðslu vara og þjónustu.

Frá Eydísi Blöndal.


    Áformar ráðherra að skylda fyrirtæki til að greina frá kolefnisfótspori annars vegar og umhverfisáhrifum vegna t.d. plastnotkunar hins vegar við framleiðslu á vörum og þjónustu til að auka gegnsæi og auðvelda neytendum að taka upplýsta ákvörðun þegar kemur að neyslu?


Skriflegt svar óskast.