Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 901  —  546. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vinnslu og miðlun upplýsinga um umdeildar skuldir.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvernig er háttað eftirliti með því að fjárhagsupplýsingastofa, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 246/2001, vinni ekki eða miðli upplýsingum um umdeildar skuldir?
     2.      Hversu lengi má miðla fjárhagsupplýsingum sem hafa neikvæð áhrif á stöðu einstaklinga og hvernig er tryggt að þeim sé ekki miðlað eftir þann tíma?
     3.      Hvaða viðurlög eru við því að vikið sé frá reglum í starfsleyfi um þessi atriði?
     4.      Eru þess dæmi að vikið hafi verið frá slíkum reglum og ef svo er, hversu mörg eru þau tilvik og hvernig hefur verið brugðist við þeim?
     5.      Telur ráðherra ástæðu til að skerpa á reglum í þessu efni og eftir atvikum herða á viðurlögum ef frá þeim er vikið?


Skriflegt svar óskast.