Ferill 549. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 904  —  549. mál.
Leiðréttur texti.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um starfsemi Hafrannsóknastofnunar.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hve margir voru úthaldsdagar rannsóknarskipa á vegum Hafrannsóknastofnunar á árunum 2000–2019 og hve margir úthaldsdagar eru fyrirhugaðir árið 2020? Svar óskast sundurliðað eftir árum, skipum og verkefnum.
     2.      Hverjar voru tekjur og gjöld Hafrannsóknastofnunar á árabilinu 2000–2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum og helstu tekju- og gjaldaliðum hvers árs.
     3.      Hver var fjöldi stöðugilda og starfsmanna hjá Hafrannsóknastofnun á árunum 2000– 2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum og helstu starfsheitum, svo sem stjórnendum, sérfræðingum, starfsmönnum á rannsóknarskipum og rannsóknarmönnum.
     4.      Hver eru núverandi framlög til eftirtalinna verkefna Hafrannsóknastofnunar:
                  a.      botnfisksrannsókna,
                  b.      uppsjávarrannsókna,
                  c.      grunnsævisrannsókna,
                  d.      umhverfisvöktunar?
     5.      Telur ráðherra að nægt fé sé veitt til rannsókna Hafrannsóknastofnunar? Á hvaða sviðum væri helst ástæða til að auka fjárveitingar?
     6.      Hver er staðan á endurnýjun á rannsóknarskipum stofnunarinnar?


Skriflegt svar óskast.