Ferill 399. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 912  —  399. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um aldursdreifingu ríkisstarfsmanna sundurliðaða eftir kynjum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig greinast upplýsingar þær sem fram koma í svari á þskj. 500 (167. mál), um aldursdreifingu ríkisstarfsmanna, eftir kynjum?

    Svarið byggist á upplýsingum sem fram komu í svari við fyrirspurn á þskj. 500 í 167. máli. Upplýsingarnar eru úr mannauðskerfi Orra sem heldur utan um mannauð og launagreiðslur meginþorra ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs. Hlutfallsleg aldursdreifing nýráðinna á ári hverju kemur fram í eftirfarandi yfirliti og er sundurliðuð eftir kynjum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Í þeim tilgangi að setja fram þessar upplýsingar um ráðningar eða skipanir voru teknar saman allar nýskráningar í launakerfinu og eingöngu miðað við ótímabundna ráðningu eða skipun. Hver starfsmaður er einungis talinn einu sinni. Þannig telst starfsfólk sem flyst á milli stofnana ekki til nýráðinna í þessu samhengi. Konur eru fleiri en karlar í yfirlitinu, en það endurspeglar það að konur eru um 65% af starfsmönnum ríkisins.