Ferill 559. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 921  —  559. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um stjórnvaldssektir á smálánafyrirtæki.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hafa verið lagðar stjórnvaldssektir af hálfu Neytendastofu á svokölluð smálánafyrirtæki?
     2.      Ef svo er, hvaða fyrirtæki eiga í hlut og í hverju felast þau brot sem sektað er fyrir? Hverjar eru fjárhæðir umræddra stjórnvaldssekta og hvenær voru þær lagðar á? Hafa umræddar stjórnvaldssektir verið greiddar? Ef svo er ekki, til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að tryggja innheimtu þeirra?


Skriflegt svar óskast.