Ferill 561. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 924  —  561. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um einangrunarvist.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir einstaklingar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem fól í sér einangrunarvist á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. janúar 2020 og hver var heildardagafjöldi einangrunarvistar einstaklinga í gæsluvarðhaldi á sama tímabili?
     2.      Hversu oft var einstaklingur í gæsluvarðhaldi í einangrunarvist lengur en í eina viku á framangreindu tímabili?
    Svar óskast sundurliðað eftir því hvort farið var fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, almannahagsmuna eða af öðrum ástæðum.


Skriflegt svar óskast.