Ferill 562. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 925  —  562. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

Frá Bergþóri Ólasyni.


    Hver var 1. janúar sl. staða hvers þáttar í aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna, sbr. þingsályktun nr. 40/149, eftir að innflutningur á fersku kjöti og eggjum var heimilaður ásamt því að opnað var fyrir innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum, sbr. lög nr. 93/2019? Óskað er eftir að staða hvers þáttar verði skilgreind, hverjir þeirra hafi komið til framkvæmda og hverjir ekki og, eftir atvikum, hvort framkvæmd einhvers þeirra hafi ekki verið hafin og ef innleiðingu aðgerða er ekki lokið er óskað eftir skýringum á því.


Skriflegt svar óskast.