Ferill 563. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 926  —  563. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um byggingar- og rekstrarkostnað tónlistarhússins Hörpu.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hver varð endanlegur heildarkostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu?
     2.      Hvert hefur verið árlegt framlag ríkissjóðs til reksturs Hörpu frá upphafi rekstrar?
     3.      Hvert hefur verið árlegt framlag Reykjavíkurborgar til reksturs Hörpu?
     4.      Hver hafa verið árleg fasteignagjöld af tónlistarhúsinu Hörpu frá þeim tíma er þau voru fyrst lögð á fasteignina?
    Óskað er eftir því að tölur verði gefnar upp á verðlagi hvers árs og á föstu verðlagi.


Skriflegt svar óskast.