Ferill 565. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 928  —  565. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sölu og dreifingu kjöts úr heimaslátrun.

Frá Þórarni Inga Péturssyni.


     1.      Hversu mörg mál hafa komið inn á borð Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga frá árinu 2014 þar sem grunur hefur verið um sölu eða dreifingu kjöts úr heimaslátrun?
     2.      Í hversu mörgum tilvikum hefur slíkum málum verið vísað til lögreglu?
     3.      Í hve mörgum tilvikum hefur verið gefin út ákæra?


Skriflegt svar óskast.