Ferill 576. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 943  —  576. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um stefnu í almannavarna- og öryggismálum.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Er unnið að nýrri stefnu í almannavarna- og öryggismálum í ráðuneytinu í ljósi þess að nýjasta stefnan var samþykkt árið 2015 og gilti til ársins 2017? Ef svo er, hvenær má búast við því að ný eða uppfærð stefna verði lögð fram?
     2.      Hvernig miðar verkefnum í stefnu um matvæla-, fæðu- og neysluvatnsöryggi, þ.e. aðgerðum 21 (fæðuöryggi), 22 (matvælaöryggi) og 23 (neysluvatnsöryggi)?


Skriflegt svar óskast.