Ferill 577. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 944  —  577. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu margar fullnustueignir seldi Íbúðalánasjóður árlega 2008–2019, hvar voru þessar eignir og hvert var heildarsöluverð á hverju ári?
     2.      Hverjir voru kaupendur eignanna? Óskað er eftir upplýsingum um annars vegar einstaklinga og hins vegar fyrirtæki og eignarhald þeirra, einnig er óskað eftir afriti þinglýstra kaupsamninga þar sem Íbúðalánasjóður er afsalsgjafi og/eða lista yfir fasteignanúmer og söluverð hverrar fasteignar.


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Vakin skal athygli á að fram kemur í erindi forseta Alþingis til ráðherra í október 2019 sú afstaða forsætisnefndar að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem gilda ekki um störf Alþingis nema að því leyti sem lög nr. 90/2018 gefa til kynna, taki ekki til birtingar Alþingis á svörum við fyrirspurnum. Svör ráðherra við fyrri fyrirspurnum sama efnis hafi ekki verið í samræmi við framangreint og ekki til þess fallin að hafa í heiðri rétt alþingismanna til svara við fyrirspurnum, sbr. lög um þingsköp Alþingis.