Ferill 578. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 945  —  578. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um liðskiptaaðgerðir.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hversu margir bíða þess nú að komast í liðskiptaaðgerð og hversu lengi bíður fólk að meðaltali eftir því að komast í þess konar aðgerð sé horft til sl. fjögurra ára?
     2.      Hvernig hafa biðlistar í liðskiptaaðgerðir þróast undanfarin fjögur ár?
     3.      Hversu margir hafa verið lagðir inn til meðferðar vegna vandamála eða frávika sem komu upp í kjölfar liðskiptaaðgerðar og hvar voru aðgerðirnar framkvæmdar?
     4.      Hversu margir hafa öðlast rétt til þess að fara í liðskiptaaðgerð erlendis sl. fjögur ár sökum óhóflegs biðtíma hérlendis?
     5.      Hver hefur verið kostnaður ríkisins, bæði beinn og afleiddur, sl. fjögur ár vegna þeirra sjúklinga sem nýtt hafa rétt sinn til þess að fara í liðskiptaaðgerð erlendis á kostnað íslenska ríkisins?
     6.      Hvaða áform hefur ráðherra um að vinna að styttingu biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum og má vænta þess að horft verði til íslenskra einkarekinna fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu í þeim tilgangi samhliða opinberum úrræðum?


Skriflegt svar óskast.