Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 957  —  521. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um varaflugvelli.


     1.      Hve oft á ári hefur blindaðflug verið heimilað að Reykjavíkurflugvelli undanfarin fimm ár?
Millilandaflug Innanlandsflug
Frá Reykjavík Til Reykjavíkur Frá Reykjavík Til Reykjavíkur
2015 1.590 1.600 6.602 6.458
2016 1.504 1.532 6.574 6.394
2017 1.533 1.567 6.427 6.244
2018 1.588 1.592 6.361 6.189
2019 1.449 1.477 5.885 5.610
    
     2.      Hve oft hefur þurft í millilandaflugi til Íslands að lenda á varaflugvelli undanfarin fimm ár, sundurliðað eftir árum og flugvöllum?
    Flugáætlanir, m.a. fyrir flug til Keflavíkurflugvallar eru sendar rafrænt til Isavia. Þær taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma og varaflugvallar ef á þarf að halda. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá lendingu á fyrirhuguðum áfangastað.
    Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggja framangreindar upplýsingar ekki fyrir.