Ferill 589. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 966  —  589. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um birtingu viðskiptaboða og kostun dagskrárefnis á RÚV.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Hvaða reglur hefur RÚV sett sér um birtingu viðskiptaboða og kostun dagskrárefnis, eins og kveðið er á um í 7. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.
     2.      Samræmast þær reglur 7. gr. umræddra laga og markmiðum laganna?
     3.      Samræmist fjármögnun Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða á fræðsluþætti um fjármál fyrir ungt fólk á RÚV reglum um birtingu viðskiptaboða og kostun dagskrárefnis annars vegar og lögum nr. 23/2013 hins vegar?
     4.      Hve mikið styrktu umrædd samtök þáttagerðina?
     5.      Hve mikla fjármuni hefur RÚV fengið í kostun frá fyrirtækjum, samtökum eða einstaklingum síðustu fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um ræðir framleiðslu, þætti eða dagskrárliði.


Skriflegt svar óskast.