Ferill 590. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 967  —  590. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um leiðsögumenn.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra koma til greina að lögvernda starfsheitið leiðsögumaður?
     2.      Telur ráðherra, í ljósi umhverfis- og öryggissjónarmiða og mikillar fjölgunar ferðamanna síðastliðin ár, koma til greina að gera að skilyrði að leiðsögumenn sem starfa hér á landi hafi staðbundna þekkingu á umhverfi og lífríki auk annarrar þekkingar?