Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 974  —  519. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur um takmörkun á sölu orkudrykkja.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Telur ráðherra að takmarka beri sölu orkudrykkja í ljósi þess sem landlæknisembættið mælir með og kemur fram í 4. tölul. svars heilbrigðisráðherra á þskj. 605? Koma frekari takmarkanir á sölu og markaðssetningu orkudrykkja til greina, m.a. varðandi innihald koffíns og táríns og sölu til barna og ungmenna?

    Ráðherra hefur ekki til sérstakrar skoðunar að takmarka sölu orkudrykkja.
    Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hefur stofnunin óskað eftir því að áhættumatsnefnd meti áhættu af koffínneyslu ungmenna og samkvæmt upplýsingum frá formanni nefndarinnar vinnur nefndin nú að slíku mati. Í því skyni að meta raunverulega neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna. Neyslan verður borin saman við þekkt áhrif koffíns og í framhaldinu verði vísindalegt áhættumat framkvæmt til þess að meta hvort koffín hafi neikvæð áhrif á heilsu og líðan íslenskra ungmenna.