Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 996  —  540. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Eydísi Blöndal um innflutning sojabauna og ræktun.



     1.      Hversu mikið var flutt af sojabaunum til landsins á árunum 2013–2018? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári og upprunalandi baunanna og hvort þær voru ætlaðar til manneldis eða annars, t.d. í dýrafóður.
    Eftirfarandi er listi yfir innflutning á sojavörum til landsins, þ.e. sojabaunum, sojafræjum og kögglum o.fl. úr sojabaunum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það til hvers vörurnar voru ætlaðar en leiða má líkur að því að vörur úr tollskrárnúmerinu 2304.000 séu einna helst nýttar í skepnufóður.

Nettóþyngd Sojabaunir Sojafræ Kögglar úr sojabaunum
1201.1000 1201.9000 2304.0000 Samtals
2013 4.787 2.375 13.783.530 13.790.692
Austurríki 900 900
Bandaríkin 15 15
Belgía 200.000 200.000
Danmörk 60 257.940 258.000
Færeyjar 26.000 26.000
Holland 37.020 37.020
Indónesía 100 100
Ítalía 50 50
Japan 1.529 1.529
Kína 1.853 177 2.030
Pólland 5.510.780 5.510.780
Stóra-Bretland 1.233 54.020 55.253
Svíþjóð 1 823 1.020.976 1.021.800
Taíland 17 17
Taívan 400 400
Þýskaland 4 6.676.794 6.676.798
2014 6.213 4.191 13.510.978 13.521.382
Austurríki 600 600
Bandaríkin 93 93
Danmörk 1.039.416 1.039.416
Frakkland 2 2
Japan 1.713 1.713
Kanada 930 930
Kína 1.350 1.355 2.705
Pólland 5.949.740 5.949.740
Stóra-Bretland 1.361 537.980 539.341
Svíþjóð 367 584.440 584.807
Taíland 18 18
Taívan 2.550 2.550
Víetnam 67 67
Þýskaland 5.399.400 5.399.400
2015 8.097 5.257 16.105.950 16.119.304
Albanía 66 66
Bandaríkin 48 48
Belgía 1 1
Danmörk 240 1.578.640 1.578.880
Holland 720.010 720.010
Japan 2.078 18 2.096
Kanada 1.537 2.334 3.871
Kína 3.280 1.752 5.032
Pólland 6.060.080 6.060.080
Stóra-Bretland 202 209.450 209.652
Svíþjóð 1 559 540.560 541.120
Taívan 1.190 1.190
Þýskaland 10 38 6.997.210 6.997.258
2016 5.745 6.921 15.965.927 15.978.593
Albanía 67 67
Bandaríkin 37 37
Brasilía 749 749
Danmörk 16 1.343.168 1.343.184
Gana 36 36
Holland 5.059.990 5.059.990
Japan 2.331 1.104 3.435
Kanada 513 513
Kína 1.604 1.089 2.693
Pólland 1.648.140 1.648.140
Stóra-Bretland 216 106.720 106.936
Svíþjóð 2.727 370.090 372.817
Taívan 1.810 1.810
Víetnam 1 1
Þýskaland 366 7.437.819 7.438.185
2017 4.611 4.123 17.791.534 17.800.268
Albanía 101 101
Bandaríkin 147 147
Brasilía 359 359
Danmörk 35 966.000 966.035
Holland 171 4.571.967 4.572.138
Ítalía 3 3
Japan 2.236 120 2.356
Kanada 75 695 770
Kína 370 382 752
Noregur 400.241 400.241
Pólland 3.630.820 3.630.820
Stóra-Bretland 50 209.560 209.610
Svíþjóð 750 41.720 42.470
Taíland 575 575
Taívan 1.930 1.930
Víetnam 735 735
Þýskaland 7.971.226 7.971.226
2018 5.423 5.736 16.368.158 16.379.317
Albanía 23 23
Bandaríkin 12 12
Brasilía 592 592
Danmörk 37 984.260 984.297
Holland 1.413 8.194.041 8.195.454
Japan 2.991 200 3.191
Kanada 1.718 1.718
Kína 630 227 857
Pólland 833.010 833.010
Stóra-Bretland 90 423 95.840 96.353
Svíþjóð 602 1.091 1.693
Taívan 1.090 1.090
Þýskaland 20 6.261.007 6.261.027
Samtals 34.876 28.603 93.526.077 93.589.556

     2.      Telur ráðherra grundvöll fyrir ræktun sojabauna hér á landi?
    Samkvæmt upplýsingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands eru aðstæður á Íslandi ekki góðar til útiræktunar sojabauna. Þó hafa ekki verið gerðar margar tilraunir með ræktun sojabauna en þær þurfa mun hærri hita en er hér á landi til að spíra og þroskast. Um miðja síðustu öld voru gerðar tilraunir með ræktun á sojabaunum í upphituðum og óupphituðum jarðvegi sem staðfestu þetta. Einnig var gerð tilraun til ræktunar sojabauna á tilraunastöðinni Sámsstöðum í Fljótshlíð á níunda áratug síðustu aldar sem gaf sömu niðurstöðu.
    Ráðherra styður framþróun og nýsköpun á sviði landbúnaðar en með hliðsjón af framangreindu hefur hingað til ekki verið sterkur grundvöllur fyrir ræktun sojabauna hér á landi þó að það kunni að breytast með aukinni nýsköpun og framþróun í landbúnaði.