Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1003  —  601. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um endurskoðun reglugerðar nr. 189/1990.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hvað líður endurskoðun á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum?
     2.      Hyggst ráðherra skipa formlega starfshóp sem vinna á tillögur að breytingum á reglugerðinni?
     3.      Hyggst ráðherra ljúka heildarendurskoðun á reglugerðinni árið 2020 í tilefni þess að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur lýst því yfir að árið 2020 sé alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra að öðru leyti taka þátt í vitundarvakningu FAO um plöntuheilbrigði?