Ferill 624. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1052  —  624. mál.




Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Veit ráðherra til þess að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Íslandi með einhverjum hætti? Ef svo er, hvaða ríki, í hvaða kosningum og hvernig?
     2.      Hefur ráðherra í huga að kanna hvort erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninga á Íslandi og hyggst ráðherra leita til viðeigandi stofnana vinveittra ríkja sem hafa rannsakað slíkt?
     3.      Eru til skilgreindar boðleiðir, t.d. fyrir yfirvöld annarra ríkja, til þess að koma vitneskju um tilraunir til slíkra áhrifa til utanríkisþjónustunnar?


Skriflegt svar óskast.