Ferill 544. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1088  —  544. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um fjölda íbúða sem ýmis fjármálafyrirtæki og tengd félög eignuðust árið 2019.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er fjöldi fasteigna, skráðra sem íbúðarhúsnæði, sem hver eftirtalinna aðila varð eigandi að árið 2019 samkvæmt þinglýsingaskrám, að frátöldum fasteignum þar sem fyrri eigandi var lögaðili og að því gættu að einstakar fasteignir séu ekki tvítaldar:
     1.      Íbúðalánasjóður, kt. 661198-3629,
     2.      Arion banki hf., kt. 581008-0150,
     3.      Sparisjóður Strandamanna, kt. 610269-4199,
     4.      Sparisjóður Höfðhverfinga, kt. 610269-6569,
     5.      Sparisjóður Austurlands, kt. 621214-0630,
     6.      Sparisjóður Suður-Þingeyinga, kt. 530990-2149,
     7.      Framtíðin lánasjóður hf., kt. 611114-0790,
     8.      Kvika banki hf., kt. 540502-2930,
     9.      önnur félög sem eru eða hafa verið tengd einhverjum framangreindra aðila vegna eignarhalds, stjórnunar eða sambærilegra atvika?


    Til að svara fyrirspurninni leitað ráðuneytið til Þjóðskrár Íslands sem heldur starfakerfi sýslumanna.

Nafn Kennitala Fjöldi fasteigna
1. Íbúðalánasjóður 6611983629 31
2. Arion banki hf. 5810080150 14
3. Sparisjóður Strandamanna ses. 6102694199 0
4. Sparisjóður Höfðhverfinga ses. 6102696569 0
5. Kvika banki hf. 5405022930 0
6. Sparisjóður Austurlands hf. 6212140630 0
7. Sparisjóður Suður-Þingeyinga ses. 5309902149 0
8. Framtíðin lánasjóður hr. 6111140790 0