Ferill 579. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1089  —  579. mál.
Töflur 2 og 3.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd.


     1.      Hve mörg börn hafa sótt um alþjóðlega vernd eða verið hluti af fjölskyldu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á undanförnum fimm árum? Sundurliðun óskast eftir ári umsóknar, aldri barna og því hvort umsóknir hafi flokkast sem forgangsmál, Dyflinnarmál, verndarmál eða efnismeðferðarmál.
    Í töflu 1 má sjá fjölda umsókna barna um alþjóðlega vernd á árunum 2015–2019 eftir aldri á umsóknarári.

Tafla 1.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 2 5 6 3 8 4 4 4 3 4 2 4 5 3 5 3 1 6 72
2016 31 27 11 26 20 18 11 11 10 18 10 18 7 8 13 11 13 10 273
2017 17 21 14 12 10 7 14 5 7 7 8 8 4 6 2 10 8 6 166
2018 19 16 17 15 7 12 10 10 8 11 9 4 9 8 4 3 5 6 173
2019 37 10 12 14 13 15 17 6 10 10 14 5 11 8 8 12 10 15 227
Samtals 911

    Sundurliðun umsókna eftir því hvort þær hafi flokkast sem forgangsmál, Dyflinnarmál, verndarmál eða efnismeðferðarmál er einungis hægt að veita á grundvelli þeirrar málsmeðferðar sem umsókn fékk. Eftirfarandi upplýsingar þarf að hafa í huga við töflur sem á eftir fylgja:
    a.    Sumar umsóknir fá fleiri en eina málsmeðferð hjá Útlendingastofnun. Það getur verið vegna þess að kærunefnd útlendingamála vísar máli aftur til meðferðar hjá stofnuninni eða vegna þess að ekki tekst að ljúka afgreiðslu máls á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki innan lögbundins frests. Í slíkum tilvikum er aðeins síðasta málsmeðferðin talin.
    b.    Umsóknir sem eru í vinnslu hjá Útlendingastofnun, hvort sem er fyrsta eða öðru sinni, eru ekki taldar með.
    c.    Drjúgur hluti ákvarðana Útlendingastofnunar frá árinu 2019 er enn til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála. Þær ákvarðanir eru taldar með í eftirfarandi töflum á grundvelli þeirrar málsmeðferðar sem þær fengu hjá Útlendingastofnun.
    Í töflu 2 má sjá fjölda umsókna barna afgreiddar í efnismeðferð eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 2.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 1 3 4 3 7 3 2 2 1 3 2 3 3 1 4 3 1 3 49
2016 13 3 1 5 2 6 5 1 2 4 3 6 1 2 6 3 9 5 77
2017 8 7 5 1 5 4 7 1 2 3 4 3 2 1 2 7 5 2 69
2018 15 5 4 7 3 4 5 7 5 8 2 3 6 4 4 1 2 4 89
2019 15 1 1 4 1 2 3 2 2 2 1 1 3 2 1 41
Samtals 325
    Í töflu 3 má sjá fjölda umsókna barna afgreiddar í forgangsmeðferð eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári. Hér er um að ræða bersýnilega tilhæfulausar umsóknir barna frá ríkjum á lista yfir örugg upprunaríki auk umsókna frá ríkisborgurum Venesúela á síðari helmingi ársins 2019.

Tafla 3.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 1 2 1 1 2 7
2016 9 12 6 16 10 5 5 5 6 9 4 7 3 4 4 3 2 110
2017 5 5 3 6 1 1 1 1 3 3 3 2 1 1 36
2018 3 3 3 1 1 2 1 3 2 2 1 1 23
2019 2 4 2 2 5 6 6 3 4 3 6 2 5 1 1 7 2 4 65
Samtals 241

    Í töflu 4 má sjá fjölda umsókna barna afgreiddar sem Dyflinnarmál eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 4.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 1 2 2 1 6
2016 2 2 2 2 1 2 1 1 1 1 15
2017 2 4 2 1 2 1 1 2 1 1 17
2018 2 1 1 3 3 2 2 1 15
2019 1 1 2 1 1 1 1 1 1 10
Samtals 63

    Í töflu 5 má sjá fjölda umsókna barna afgreiddar sem verndarmál eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 5.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2017 1 1 2
2019 5 2 2 3 2 3 3 2 3 3 2 2 4 1 2 1 1 1 42
Samtals 44

    Í töflu 6 má sjá fjölda umsókna barna sem voru dregnar til baka eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 6.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 1 2 2 1 1 1 1 1 10
2016 7 10 4 5 6 5 3 2 4 3 5 2 2 2 5 4 2 71
2017 2 5 4 4 3 2 4 2 1 1 3 2 2 1 1 4 41
2018 1 4 4 4 3 1 2 3 1 1 2 2 2 30
2019 2 1 2 2 3 1 3 1 4 1 2 1 1 1 1 26
Samtals 178

     2.      Hversu mörg þessara barna fengu umsókn sína samþykkta og hve mörgum var hafnað? Óskað er eftir sömu sundurliðun og í 1. tölul.
    Í töflu 7 má sjá fjölda umsókna barna sem lauk með veitingu alþjóðlegrar verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum í forgangsmeðferð eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 7.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2019 1 1 1 2 4 3 2 2 4 1 3 1 1 2 2 2 32
Samtals 32

    Í töflu 8 má sjá fjölda umsókna barna sem lauk með veitingu alþjóðlegrar verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum í efnismeðferð eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 8.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 2 2 2 5 2 1 1 1 3 1 1 1 2 2 2 28
2016 11 3 1 4 2 5 4 2 1 2 5 1 2 4 2 9 5 63
2017 6 5 2 1 5 2 5 1 1 3 3 3 2 6 4 1 50
2018 9 1 3 3 1 3 4 6 4 6 1 2 4 2 2 1 4 56
2019 12 1 1 4 1 2 3 2 2 2 1 1 3 2 1 38
Samtals 235

    Af börnunum 235 fengu 190 börn jákvæða niðurstöðu hjá Útlendingastofnun og 45 börn hjá kærunefnd útlendingamála.
    Í töflu 9 má sjá fjölda umsókna barna sem var synjað í forgangsmeðferð eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 9.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 1 2 1 1 2 7
2016 9 12 6 16 10 5 5 5 6 9 4 7 3 4 4 3 2 110
2017 5 5 3 6 1 1 1 1 3 3 3 2 1 1 36
2018 3 3 3 1 1 2 1 3 2 2 1 1 23
2019 1 3 2 1 5 4 2 2 1 2 1 2 5 2 33
Samtals 209

    Í töflu 10 má sjá fjölda umsókna barna sem var synjað í efnismeðferð eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 10.
Umsóknarár <1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 1 1 2 1 2 1 1 1 1 3 2 2 1 1 1 21
2016 2 1 1 1 1 3 1 1 2 1 14
2017 2 2 3 2 2 1 1 1 2 1 1 1 19
2018 6 4 1 4 2 1 1 1 1 2 1 1 2 2 2 1 1 33
2019 3 3
Samtals 90

    Af 90 börnum sem var synjað í efnismeðferð voru 58 börn frá ríkjum sem síðar voru sett á lista yfir örugg upprunaríki.

     3.      Í hve mörgum tilvikum var tekið viðtal við barn vegna umsóknar um vernd svo hægt væri að taka tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska? Óskað er eftir sömu sundurliðun og í 1. tölul.
    Sami fyrirvari á við hér og í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar. Mál er talið til þeirrar málsmeðferðar sem það fékk síðast, þ.e. hafi mál byrjað sem verndarmál en endað í efnismeðferð telst það til efnismeðferðar.
    Í töflu 11 má sjá fjölda viðtala við börn í efnismeðferð eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 11.
Umsóknarár 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2015 2 1 1 2 6
2016 1 1 7 5 14
2017 1 1 3 1 3 9
2018 1 2 2 2 1 1 1 1 2 3 16
2019 1 1 2 1 1 1 3 1 2 13
Samtals 58

    Í töflu 12 má sjá fjölda viðtala við börn í forgangsmeðferð eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 12.
Umsóknarár 10 12 14 15 16 17 Samtals
2016 1 2 3
2018 1 1
2019 2 2 1 1 6
Samtals 10

    Í töflu 13 má sjá fjölda viðtala við börn í Dyflinnarmálum eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 13.
Umsóknarár 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2016 1 1 2
2017 1 1 2
2018 1 1 1 3
Samtals 7

    Í töflu 14 má sjá fjölda viðtala við börn í verndarmálum eftir umsóknarári og aldri barna á umsóknarári.

Tafla 14.
Umsóknarár 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Samtals
2019 3 2 1 2 1 3 1 1 1 3 18
Samtals 18

     4.      Hversu mörg börn sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hafa verið hér á landi í 16 mánuði eða lengur og hversu lengi hafa þau börn verið sem dvalið hafa hér lengst? Sundurliðun óskast eftir því hvort beðið er ákvörðunar í máli þeirra eða hvort þau hafi fengið synjun og bíði brottvísunar.
    5. mars 2020 voru 25 börn stödd hér á landi sem sóttu um alþjóðlega vernd fyrir meira en 16 mánuðum og höfðu ekki fengið jákvæða niðurstöðu. Það barn sem hefur dvalið hér lengst sótti um alþjóðlega vernd fyrir 37 mánuðum en mál þess hefur verið til meðferðar hjá dómstólum undanfarinn 21 mánuð.
    Af börnunum 25, sem sóttu um vernd fyrir meira en 16 mánuðum og eru hér enn, bíða sjö börn ákvörðunar Útlendingastofnunar (sem er með mál þeirra til meðferðar öðru sinni), fimm bíða úrskurðar kærunefndar útlendingamála (sem er með mál þeirra til meðferðar öðru sinni), átta bíða flutnings úr landi og fimm hafa fengið réttaráhrifum synjunar frestað til að fara með mál sín fyrir dómstóla.

     5.      Hvernig er ákveðið hvort taka eigi viðtal við barn vegna umsóknar um vernd? Er sú ákvörðun tekin af starfsfólki með sérþekkingu á málefnum barna eða í samstarfi við stofnanir sem búa yfir slíkri sérþekkingu?
    Öllum börnum sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi, hvort sem er í fylgd foreldra sinna eða fylgdarlaus, er boðið í viðtal hafi þau þroska, getu og vilja til þess. Ákvörðunin er ekki tekin í samráði við aðrar stofnanir heldur er um algilda reglu að ræða hjá Útlendingastofnun að öllum börnum er boðið viðtal. Starfsfólk stofnunarinnar sem hefur hlotið til þess sérstaka þjálfun hefur tekið viðtöl við börn allt niður í fimm ára aldur. Þannig er börnum tryggður réttur til að tjá sig sjálf um aðstæður sínar, heilsufar, líðan og fleira.
    Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna. Í slíkum tilvikum er framburður foreldranna um aðstæður barnsins eða barnanna lagður til grundvallar ákvörðunum stofnunarinnar. Í þeim tilvikum þegar um fylgdarlaust barn er að ræða fer viðtalið fram í Barnahúsi í samráði við þann starfsmann barnaverndarnefndar sem fer með mál barnsins.

     6.      Hvaða þjálfun hefur starfsfólk Útlendingastofnunar fengið til að taka viðtöl við börn í tengslum við umsóknir um vernd? Hversu oft hefur Útlendingastofnun nýtt sér heimild 5. mgr. 28. gr. útlendingalaga um að fá sérfræðing í málefnum barna sér til aðstoðar þegar viðtöl eru tekin?
    Starfsfólk Útlendingastofnunar hefur hlotið töluverða þjálfun í almennri viðtalstækni og sérstakri viðtalstækni við börn. Sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi hjá Barnahúsi, sem hefur á að telja helstu sérfræðinga landsins í viðtalstækni við börn, hafa haldið slík námskeið fyrir valda starfsmenn stofnunarinnar. Á slíku námskeiði hefur meðal annars verið farið yfir uppbyggingu rannsóknarviðtals með sérstakri áherslu á að nýta þekkinguna í Barnahúsi og reynsluna sem hefur mótast af viðtölum við fylgdarlaus börn og yfirfæra á starfsmenn stofnunarinnar. Að auki hefur starfsmaður Útlendingastofnunar sótt námskeið á vegum EASO (e. European Asylum Support Office) þar sem hann hlaut þjálfun í viðtalstækni við börn og svokölluð kennsluréttindi (e. Train the trainer). Á þeim grunni hefur umræddur starfsmaður haldið námskeið í viðtölum við börn fyrir alla starfsmenn stofnunarinnar.
    Samkvæmt framansögðu telur Útlendingastofnun starfsfólk sitt búa yfir nauðsynlegri sérþekkingu á viðtalstækni við börn og á málefnum og sérþörfum barna í leit að alþjóðlegri vernd. Það hefur því ekki verið talin þörf á að kveða til sérfræðing í málefnum barna í öllum málum til að taka viðtöl við börn, sbr. heimild 5. mgr. 28. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Áréttað er þó að í lok viðtals við barn sem tekið er hjá Útlendingastofnun er rætt við foreldri/a barnanna og þeim boðið eftir þörfum að börnin fái sálfræðiaðstoð. Þá er foreldrunum bent á að möguleiki sé með leyfi þeirra að senda endurrit af viðtalinu til viðeigandi aðila. Með því er hugsunin að barnið þurfi ekki að endurtaka það sem áður hefur komið fram.
    Heimild 5. mgr. 28. gr. laga um útlendinga er á hinn bóginn ávallt nýtt þegar um fylgdarlaus börn er að ræða, en þau viðtöl annast sérfræðingar Barnahúss. Þá hefur Útlendingastofnun í nokkur skipti og í samráði við Barnaverndarstofu sótt aðstoð sérfræðinga Barnahúss til að taka viðtöl við börn í fylgd í málum með sögu um gróft heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi.

     7.      Á hvaða forsendum er ákveðið hvort viðtal við barn er tekið í Útlendingastofnun eða í Barnahúsi?
    Barnaverndarstofa sér um starfsemi Barnahúss og hefur forræði á þeim málum sem fara þangað. Öll viðtöl við fylgdarlaus börn hafa farið fram þar og einnig einstaka viðtal við barn í fylgd í málum með sögu um gróft heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi. Telji Útlendingastofnun að viðtali sé betur farið í Barnahúsi þá er óskað eftir því við Barnaverndarstofu sem tekur ákvörðun um þörfina. Sú ákvörðun er ekki á hendi Útlendingastofnunar.