Ferill 496. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1092  —  496. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um starfsmannafjölda Rarik.

    Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir upplýsingum og áformum frá Rarik og byggjast svör ráðherra á þeim upplýsingum.

     1.      Hver hefur þróun starfsmannafjölda verið hjá Rarik frá árinu 2000? Svarið óskast sundurliðað eftir árum, greint niður á starfsstöðvar hvers tíma og hvar starfsfólk hefur verið staðsett utan starfsstöðva.
         Í meðfylgjandi töflu kemur fram þróun á starfsmannafjölda Rarik á hverri starfsstöð óháð starfshlutfalli. Á árinu 2007 tók Orkusalan til starfa og fóru þá tíu starfsmenn Rarik yfir til Orkusölunnar sem skýrir að mestu breytinguna frá 2006 til 2008.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Eru áform um að fjölga eða fækka starfsfólki á einstökum starfsstöðvum eða stöðum?
    Rarik hefur ekki gert sérstakar áætlanir um breytingar á fjölda starfsmanna eftir staðsetningum þeirra.
     3.      Hvernig skiptast viðskiptavinir Rarik á milli landshluta?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í meðfylgjandi töflu er gerð grein fyrir fjölda viðskiptavina í janúar 2020 og hlutfallsskiptingu milli landshluta eftir lögheimilum.