Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1100  —  341. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, ÁÓÁ, BÁ, ÓGunn, ÞorstV).


     1.      Í stað orðsins „Aðalmiðlari“ í 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarfalli: miðlari.
     2.      Orðskýringar í 1. mgr. 3. gr. raðist í rétta stafrófsröð.
     3.      Við 3. mgr. 4. gr. bætist: um framangreint.
     4.      Við 2. mgr. 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „bera heitið“ í 1. málsl. komi: hafa orðin.
                  b.      Í stað orðanna „annað félaganna verði auðkennt sérstaklega“ í 2. málsl. komi: annar þeirra verði auðkenndur sérstaklega.
     5.      Orðið „(kaupgengi)“ í 1. og 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. og í 115. gr. falli brott.
     6.      Á eftir orðinu „skal“ í 1. mgr. 7. gr. komi: áður en starfsemi hefst.
     7.      Við 1. mgr. 10. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: aðrar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar.
     8.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðsins „stofnunin“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: eftirlitið.
                  b.      Í stað orðanna „rekstraraðila skv. 13. gr.“ í 1. málsl. 5. mgr. komi: sem rekstraraðila hefur verið veitt á grundvelli umsóknar skv. 10. gr.
     9.      Í stað orðanna „gæta hagsmunaárekstra. Einnig“ í 1. málsl. 8. mgr. 23. gr. komi: um varnir gegn hagsmunaárekstrum, sem og.
     10.      Í stað tilvísunarinnar „7. mgr.“ í 9. mgr. 45. gr. komi: 8. mgr.
     11.      Í stað orðsins „verðbréfaviðskipti“ í 4. mgr. 46. gr. komi: lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.
     12.      Fyrirsögn 64. gr. verði: Markaðssetning skráningarskyldra rekstraraðila og rekstraraðila utan EES á sérhæfðum sjóðum hér á landi.
     13.      Í stað orðanna „að lágmarki ársfjórðungslega“ í 1. málsl. 1. mgr. 87. gr. komi: að hámarki með þriggja mánaða fyrirvara.
     14.      Við 96. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „Fjármálaeftirlitinu“ í 1. mgr. komi: án tafar.
                  b.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Ráðstafanir til úrbóta skulu gerðar í síðasta lagi innan þriggja mánaða.
     15.      Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 33. gr.“ í 5. mgr. 98. gr. komi: 2. mgr. 33. gr.
     16.      7. mgr. 99. gr. orðist svo:
                      Hafi Fjármálaeftirlitið gilda ástæðu til að ætla að rekstraraðili skv. 1. mgr. hafi sýnt af sér háttsemi sem fer gegn ákvæðum reglna sem um rekstraraðilann gilda og sem það hefur ekki ábyrgð á eftirliti með, skal því komið á framfæri við lögbær yfirvöld í heimaríki rekstraraðila.
     17.      Við 101. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 5. gr.“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: 5. mgr. 5. gr.
                  b.      Orðin „og brot er framið til hagsbóta fyrir annan lögaðila í samstæðunni eða annar lögaðili í samstæðunni hefur notið hagnaðar af brotinu“ í 2. málsl. 3. mgr. falli brott.
     18.      Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 5. gr.“ í 3. tölul. 106. gr. komi: 5. mgr. 5. gr.
     19.      Við 109. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þær stofnanir“ í 2. mgr. komi: allar framangreindar stofnanir.
                  b.      Við 3. mgr. bætist: samkvæmt ákvæðum tilskipunar 2011/61/ESB.
                  c.      1. málsl. 4. mgr. orðist svo: Óski lögbært yfirvald í öðru ríki innan EES eftir framkvæmd vettvangsathugunar eða rannsóknar hér á landi á grundvelli laga þessara ber Fjármálaeftirlitinu að veita aðstoð með því að.
                  d.      1. málsl. 8. mgr. orðist svo: Hafi Fjármálaeftirlitið gilda ástæðu til að ætla að rekstraraðili sem fellur ekki undir eftirlit þess hafi sýnt af sér háttsemi sem fer gegn ákvæðum laga sem byggjast á ákvæðum tilskipunar 2011/61/ESB skal það tilkynna ESMA og lögbærum yfirvöldum í heima- og gistiríkjum viðkomandi rekstraraðila þar um.
     20.      Við 117. gr.
                  a.      3. tölul. 1. mgr. falli brott.
                  b.      5. tölul. 2. mgr. falli brott.
     21.      119. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast gildi 1. apríl 2020.
     22.      Við 120. gr.
                  a.      Við 1. tölul.
                      1.      4. tölul. b-liðar orðist svo: Í stað orðanna „um kaup á hlutdeildarskírteinum eða hlutum í verðbréfasjóði eða öðrum sjóðum um sameiginlega fjárfestingu“ í 13. tölul. kemur: til fjárfesta að frumkvæði rekstrarfélags eða fyrir hans hönd, um kaup á hlutdeildarskírteinum eða hlutum í verðbréfasjóði sem hann rekur.
                      2.      5. tölul. b-liðar orðist svo: Orðin „eða fjárfestingarsjóðs“ í 14. tölul. falla brott.
                      3.      Við b-lið bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „verðbréfa- eða fjárfestingarsjóð“ í 14. tölul. kemur: verðbréfasjóð.
                      4.      Í stað orðanna „í fyrri og síðari málslið“ í 2. tölul. c-liðar komi: tvívegis í.
                      5.      D-liður orðist svo: Í stað 2. og 3. mgr. 31. gr. laganna kemur ein ný málsgrein, svohljóðandi:
                              Verðbréfasjóði er heimilt að binda eignir sínar í innlánum eða auðseljanlegum eignum sem ekki eru hluti af fjárfestingarstefnu vegna lausafjárstýringar eða með hagsmuni heildarskírteinishafa fyrir augum.
                      6.      E-liður orðist svo: 33. gr. laganna orðast svo:
                              Rekstrarfélög skulu hafa yfir að ráða eftirlitskerfi sem gerir þeim kleift að vakta, meta og stýra áhættu einstakra eigna og eignasafns verðbréfasjóða á hverjum tíma. Við mat á lánshæfi eigna hvers sjóðs skal rekstrarfélag ekki reiða sig einungis eða kerfisbundið á lánshæfismöt lánshæfismatsfyrirtækja.
                              Með hliðsjón af eðli, umfangi og starfsemi verðbréfasjóða rekstrarfélags skal Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með lánshæfismatsferlum rekstrarfélags, meta út frá fjárfestingarstefnum sjóða hvernig rekstrarfélag styðst við lánshæfismöt og, þegar við á, hvetja rekstrarfélög til að draga úr notkun á þeim til samræmis við 1. mgr.
                              Seðlabanka Íslands er heimilt að setja nánari reglur um eftirlit með áhættu samkvæmt þessari grein.
                  b.      Við 2. tölul.
                      1.      Í stað orðanna „17. tölul. 1. gr. a“ í a-lið komi: 17. tölul. 1. mgr. 1. gr. a.
                      2.      2. tölul. c-liðar orðist svo: Orðin „og öðrum sjóðum um sameiginlega fjárfestingu“ í 2. mgr. falla brott.
                  c.      Efnisliður 14. tölul. orðist svo: Í stað orðanna „verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóðum“ í d- og g-lið 1. tölul. 2. gr. laganna kemur: verðbréfasjóðum og sérhæfðum sjóðum.
                  d.      Efnisliður 15. tölul. orðist svo: Í stað orðsins „fjárfestingarsjóða“ í 88. gr. e laganna kemur: rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
                  e.      A-liður 17. tölul. orðist svo: 6. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Rekstrarfélög verðbréfasjóða og rekstraraðilar sérhæfðra sjóða með starfsleyfi skulu greiða 0,0265% af eignum rekstrarfélags eða rekstraraðila og sjóða í rekstri þeirra samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 1.200.000 kr.
                  f.      Efnisliður 18. tölul. orðist svo: Við a-lið 1. mgr. 2. gr. laganna bætist: og rekstraraðilar sérhæfðra sjóða.
                  g.      Við 19. tölul.
                  1.    Inngangsmálsliður b-liðar orðist svo: Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi.
                  2.    Í stað orðanna „lögaðilum sem sjá um starfstengd eftirlaun“ í 1. tölul. c-liðar komi: stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri.
                  h.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lög um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, nr. 14/2020: Í stað tilvísunarinnar „4. gr.“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur: 6. gr.
     23.      Í stað orðanna „1. júlí 2020“ í 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða I komi: 1. október 2020.