Ferill 649. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1103  —  649. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðgang fanga í námi að interneti.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Er tryggt að fangar í námi hafi þann aðgang að interneti sem þeir þurfa til þess að sinna námi sínu?
     2.      Taka reglur um tækja- og internetnotkun fanga tillit til náms þeirra?
     3.      Hefur farið fram greining á því hvaða aðgang að interneti fangar þurfa til þess að sinna námi í fangelsum?


Skriflegt svar óskast.