Ferill 650. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1104  —  650. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um reynslulausn fanga.

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir fangar hafa fengið reynslulausn á grundvelli 3. mgr. 80. gr. laga um fullnustu refsingar, nr. 15/2016, frá setningu laganna?
     2.      Eru reglur eða viðmið í gildi við ákvörðun um reynslulausn á grundvelli þessa ákvæðis? Ef svo er ekki, stendur til að setja reglur eða viðmið?
     3.      Telur ráðherra að slíkar reglur eða viðmið, ef til eru, megi vera skýrari og aðgengilegri fyrir aðstandendur fanga?


Skriflegt svar óskast.