Ferill 651. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1105 — 651. mál.
Fyrirspurn
til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um bifreiðaskoðanir og þjónustuskyldu.
Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.
1. Telur ráðherra, í ljósi áforma Frumherja um að hætta bifreiðaskoðun á Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri, að bifreiðaverkstæði geti sinnt bifreiðaskoðunum að tilteknum skilyrðum uppfylltum?
2. Telur ráðherra að skilgreina þurfi þjónustuskyldu slíkra fyrirtækja með skýrari hætti en nú er gert?