Ferill 653. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1107  —  653. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um sorgarorlof foreldra.

Frá Brynjari Níelssyni.


     1.      Er vinna við frumvarp um sorgarorlof foreldra sem missa börn undir 18 ára aldri hafin og hvar stendur þá sú vinna?
     2.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér að sorgarorlofið spili saman við þann veikindarétt sem launþegum er tryggður í almennum kjarasamningum?
     3.      Hvaða fyrirkomulag sér ráðherra fyrir sér að yrði á sorgarorlofinu og er vitað hversu stór hópur foreldra er að meðaltali árlega sem gæti þurft á slíku orlofi að halda?
     4.      Kemur til álita af hálfu ráðherra að fleiri hópar syrgjenda, og þá hvaða hópar, nytu sambærilegra réttinda?