Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1111, 150. löggjafarþing 555. mál: persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga (þagnarskylda persónuverndarfulltrúa).
Lög nr. 22 18. mars 2020.

Lög um breytingu á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (þagnarskylda persónuverndarfulltrúa).


1. gr.

     1. mgr. 36. gr. laganna orðast svo:
     Persónuverndarfulltrúa er óheimilt að segja frá nokkru því sem hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara. Enn fremur hvílir þagnarskylda á persónuverndarfulltrúa skv. X. kafla stjórnsýslulaga eftir því sem við á.

2. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. mars 2020.