Ferill 656. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1116  —  656. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um öryggismál og umferðarþjónustu í jarðgöngum.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvernig eru veigamestu þættir öryggismála í jarðgöngum hér á landi skilgreindir?
     2.      Eru öryggismál, öryggiseftirlit og umferðarþjónusta í jarðgöngum samræmd?
     3.      Hvernig eru aðstæður með tilliti til öryggismála í hverjum og einum jarðgöngum hér á landi?
     4.      Hyggst ráðherra vinna skipulega að úrbótum ef misræmi reynist vera á milli jarðganga hvað varðar mikilvæga öryggisþætti?