Ferill 661. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1121  —  661. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um urðun úrgangs.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hefur magn úrgangs verið áætlað á gömlum urðunarstöðum sem ekki höfðu starfsleyfi, sbr. yfirlit í töflu 3 í svari ráðherra á þskj. 429 (234. mál)? Ef ekki, hefur ráðherra uppi áform um að svo verði gert og að hættustig úrgangsins verði metið?
     2.      Hvaða tilteknu úrgangsefnum er fargað við stóriðjur hér á landi, sbr. töflu 1 í þskj. 429? Hvert er hættustig þessa úrgangs og hvernig er háttað fyrirkomulagi og frágangi við urðun hans (Grundartangi og Straumsvík)?
     3.      Hvaða tilteknu úrgangsefnum er fargað við önnur stóriðjuver (Reyðarfjörður og Bakki við Húsavík), hvert er hættustig þessa úrgangs og hvernig er háttað fyrirkomulagi og frágangi við urðun hans?


Skriflegt svar óskast.