Ferill 664. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1154  —  664. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa (minnkað starfshlutfall).

Frá velferðarnefnd.


     1.      Við a-lið 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hlutfallslega um 20% hið minnsta og launamaður haldið að lágmarki 50% starfshlutfalli“ í 1. mgr. komi: um 20 prósentustig hið minnsta og launamaður haldið að lágmarki 25% starfshlutfalli. Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem eftir stendur þegar starfshlutfall hefur verið minnkað.
                  b.      Í stað orðanna „80% af meðaltali heildarlauna launamanns“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: 700.000 kr. á mánuði og skulu ekki nema hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna launamanns.
                  c.      3. mgr. orðist svo:
                      Samtala launa frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbóta samkvæmt ákvæði þessu skal ekki sæta skerðingu skv. 2. málsl. 2. mgr. ef meðaltal heildarlauna launamanns er undir 400.000 kr. á mánuði miðað við fullt starf. Ef meðaltal heildarlauna launamanns er yfir 400.000 kr. á mánuði miðað við fullt starf má skerðing skv. 2. málsl. 2. mgr. aldrei verða til þess að samtala launa frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbóta samkvæmt þessu ákvæði nemi samanlagt lægri fjárhæð en 400.000 kr. á mánuði miðað við fullt starf.
                  d.      5. mgr. orðist svo:
                      Heimilt er að greiða bætur samkvæmt þessu ákvæði þótt launamaður teljist ekki tryggður í skilningi laganna, svo sem vegna náms, sbr. 52. gr., eða skilyrða um ávinnslutímabil, sbr. 15. gr., enda sé skilyrðum ákvæðisins fullnægt. Önnur ákvæði laganna gilda um greiðslu bóta samkvæmt þessu ákvæði eftir því sem við getur átt. Greiðslur atvinnuleysisbóta samkvæmt ákvæði þessu skerða ekki áunnin réttindi til greiðslu atvinnuleysisbóta samkvæmt lögunum.
     2.      Í stað „1. júlí 2020“ í 7. mgr. a-liðar 1. gr., 3. mgr. b-liðar 1. gr. og 3. efnismgr. 2. gr. komi: 1. júní 2020.