Ferill 667. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1156  —  667. mál.
Viðbót.

2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að sýna merki þess að vera sýktir.

Frá velferðarnefnd.


     1.      Orðin „en sýnir ekki merki þess að vera sýktur“ í 3. tölul. 3. gr. falli brott.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Orðin „hafi hann greitt launamanni sem sætir sóttkví laun“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      A-liður 1. mgr. orðist svo: launamaður, eða barn í hans forsjá undir 13 ára aldri eða barn undir 18 ára aldri sem þiggur þjónustu á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, hafi sætt sóttkví.
                  c.      Á eftir orðunum „meðan hann“ í d-lið 1. mgr. komi: eða barn í hans forsjá.
                  d.      2. mgr. orðist svo:
                      Heimilt er að greiða launamanni launatap hafi hann ekki fengið greidd laun, svo sem vegna rekstrarörðugleika eða tekjufalls atvinnurekanda, enda séu skilyrði a–c-liðar 1. mgr. uppfyllt. Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir staðfestingu frá atvinnurekanda um að laun hafi ekki verið greidd og eftir upplýsingum um ástæður þess.
     3.      Við 6. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „sem hann“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: eða barn í hans forsjá.
                  b.      Í stað orðanna „sæta sóttkví“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: vera í sóttkví eða hann annaðist barn í sóttkví.
                  c.      Í stað orðanna „sæta sóttkví“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: vera í sóttkví eða hann annaðist barn í sóttkví.
                  d.      Á eftir orðinu „sóttkví“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: eða annast barn í sóttkví.
     4.      Við 7. gr.
                  a.      Orðin „hafi hann orðið að leggja niður störf á meðan hann sætir sóttkví“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      A-liður 1. mgr. orðist svo: sjálfstætt starfandi einstaklingur, eða barn í hans forsjá undir 13 ára aldri eða barn undir 18 ára aldri sem þiggur þjónustu á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, hafi sætt sóttkví.
                  c.      Við d-lið 1. mgr. bætist: eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt reglum ríkisskattstjóra.
     5.      Við 8. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „sætir sóttkví“ í 1. og 2. mgr. komi: eða annast barn í sóttkví.
                  b.      Orðin „af 80%“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
     6.      1. málsl. 1. mgr. 9. gr. orðist svo: Í umsókn um greiðslu skal tilgreina þá einstaklinga sem sótt er um greiðslu fyrir og þá daga sem þeir gátu ekki sinnt vinnu að öllu leyti eða að hluta sökum þess að þeim var gert að vera í sóttkví eða þeir önnuðust barn í sóttkví.
     7.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Vinnumálastofnun er heimilt að afla“ í 1. málsl. komi: Vinnumálastofnun er heimil öflun og vinnsla.
                  b.      Á eftir orðunum „embætti landlæknis“ í 1. málsl. komi: félagsþjónustu sveitarfélaga.
                  c.      Á eftir orðinu „öflun“ í 2. málsl. komi: og vinnslu.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Heimild til öflunar og vinnslu upplýsinga.
     8.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir.