Ferill 695. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1198  —  695. mál.
Flutningsmenn.

2. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 1191 [Fjáraukalög 2020].

Frá Birgi Þórarinssyni, Ágústi Ólafi Ágústssyni, Birni Leví Gunnarssyni, Ingu Sæland og Þorsteini Víglundssyni.


    Fjárhæðin 1.286,0 m.kr. í 6. tölul. hækki um 4.600,0 m.kr.

Greinargerð.

    Ráðist verði í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila á Suðvesturhorni landsins fyrir 2 milljarða kr. Einnig verði opnuð ný rými sem nú þegar eru til en vantar rekstrarfjármagn upp á 1 milljarð kr. Þetta mun leysa bráðavanda, fjölga störfum og létta álagi af sjúkrastofnunum landsins. Ráðist verði í önnur minni verkefni sem eru í startholunum og má þar nefna stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga, t.d. sem varða fráveitumál (300 millj. kr.), 300 millj. kr. í sóknaráætlun landshluta, framkvæmdir við flughlað á Akureyri og á Egilsstaðaflugvelli (300 millj. kr.), 100 millj. kr. í flugstöðina á Akureyri, 200 millj. kr. í Tækniskólann, endurgerð sögulegra innréttinga Bessastaðakirkju (100 millj. kr.), viðhaldsverkefni við Hóla í Hjaltadal (100 millj. kr.), framkvæmdir við íþróttahús VMA (100 millj. kr.), og Húsasafn Þjóðminjasafnsins (100 millj. kr.).