Ferill 695. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1199  —  695. mál.
Flutningsmenn.

2. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 1191 [Fjáraukalög 2020].

Frá Þorsteini Víglundssyni, Ágústi Ólafi Ágústssyni, Birgi Þórarinssyni, Birni Leví Gunnarssyni og Ingu Sæland.


    Fjárhæðin 1.286,0 m.kr. í 6. tölul. hækki um 9.000,0 m.kr.

Greinargerð.

    Lagt er til að ráðist verði í mannaflsfrekar framkvæmdir sem hægt er að ráðast í á þessu ári. Verður Vegagerðinni falið að meta hvaða verkefni (5 milljarðar kr.) gætu bæst við en þar má nefna t.d. flýtingu á framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg sé þess kostur. Þá er lagt til að 3 milljörðum kr. verði ráðstafað í viðhald og tengivegi vegakerfisins þar sem Vegagerðinni verði falið að meta brýnustu verkefnin í hverjum landshluta. Milljarði kr. verði varið í flýtingu framkvæmda vegna skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu og í göngu- og hjólastíga.