Ferill 703. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1200  —  703. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um þverun Grunnafjarðar.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hefur verið unnið að þverun Grunnafjarðar og færslu Þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall síðan greinargerð VSÓ-ráðgjafar um þann möguleika kom út árið 2009 og ef svo er, hvar er málið statt?
     2.      Var gerð úttekt á hagkvæmni og öryggi fyrir umferð akandi, hjólandi, gangandi og ríðandi fólks á þessu svæði og umferðar innan sveitarinnar við færslu vegarins?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til þess að leggja umræddan veg um Grunnafjörð?
     4.      Hindra náttúruverndarsjónarmið framkvæmdina að mati ráðherra?
     5.      Er fyrirhugað að taka þennan valkost til skoðunar við framkvæmdir sem nauðsynlegar eru á þessari leið á næstu árum?
     6.      Hver er áætlaður kostnaður við annars vegar þverun Grunnafjarðar og færslu Hringvegarins vestur fyrir Akrafjall og hins vegar tvöföldun vegarins á núverandi vegstæði frá Hvalfjarðargöngum til Borgarfjarðarbrúar?
     7.      Hver gæti mögulegur ávinningur verið af að færa Þjóðveg 1 vestur fyrir Akrafjall með tilliti til ferðatíma, umferðar, umferðaröryggis og veðuraðstæðna?


Skriflegt svar óskast.