Ferill 700. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1205  —  700. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum,
nr. 46/1980, með síðari breytingum (undanþága frá CE-merkingu).


(Eftir 2. umræðu, 30. mars.)


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir 48. gr. getur Vinnueftirlit ríkisins, að fenginni rökstuddri beiðni, heimilað innflutning á persónuhlífum sem ekki eru CE-merktar til nota á heilbrigðisstofnunum, á starfsstofum heilbrigðisstarfsmanna og fyrir viðbragðsaðila hér á landi vegna útbreiðslu COVID-19-sjúkdómsins.
    Innflytjandi persónuhlífa skv. 1. mgr. skal tryggja að hlífarnar uppfylli viðurkenndar öryggis- og heilbrigðiskröfur, svo sem viðeigandi staðla.
    Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2021.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.