Ferill 549. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1233  —  549. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um starfsemi Hafrannsóknastofnunar.


     1.      Hve margir voru úthaldsdagar rannsóknarskipa á vegum Hafrannsóknastofnunar á árunum 2000–2019 og hve margir úthaldsdagar eru fyrirhugaðir árið 2020? Svar óskast sundurliðað eftir árum, skipum og verkefnum.
    Leitað var upplýsinga frá Hafrannsóknastofnun varðandi 1., 2., 3., 4. og 6. tölul. fyrirspurnarinnar.
    Úthaldsdagar rannsóknarskipa á vegum Hafrannsóknastofnunar voru:
    
Ár

Fjöldi úthaldsdaga

2000
1.012
2001 944
2002 1.040
2003 1.250
2004 929
2005 947
2006 858
2007 737
2008 752
2009 855
2010 699
2011 652
2012 724
2013 639
2014 566
2015 717
2016 691
2017 748
2018 799
2019 734

    Árið 2020 eru fyrirhugaðir úthaldsdagar á hafrannsóknaskipum stofnunarinnar eftirfarandi: Árni Friðriksson 196 dagar og Bjarni Sæmundsson 155 dagar, eða samtals 351 dagur, sem er svipaður fjöldi og meðal dagafjöldi síðustu tveggja ára á þeim skipum. Úthaldsdagar á öðrum skipum á árinu 2020 eru gerðir upp í lok árs og því liggur ekki fyrir nákvæm áætlun um fjölda þeirra.
    Varðandi sundurliðun eftir skipum og verkefnum vísast til fylgiskjals.


     2.      Hverjar voru tekjur og gjöld Hafrannsóknastofnunar á árabilinu 2000–2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum og helstu tekju- og gjaldaliðum hvers árs.
    Varðandi tekjur og gjöld Hafrannstofnunarinnar og sundurliðun helstu tekju- og gjaldaliða hvers árs vísast til fylgiskjals.

     3.      Hver var fjöldi stöðugilda og starfsmanna hjá Hafrannsóknastofnun á árunum 2000– 2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum og helstu starfsheitum, svo sem stjórnendum, sérfræðingum, starfsmönnum á rannsóknarskipum og rannsóknarmönnum.
    Stöðugildi hjá Hafrannsóknastofnun árin 2016–2018 eftir sviðum voru eftirfarandi:

Árið 2016
Rannsóknasvið 106,8 stöðugildi
Útgerð skipa 40,2 stöðugildi
Stoðþjónusta 13,7 stöðugildi
Biðlaun 1,7 stöðugildi
Alls 162,4 stöðugildi
Árið 2017
Rannsóknasvið 121,4 stöðugildi
Útgerð skipa 43,6 stöðugildi
Stoðþjónusta 16,4 stöðugildi
Biðlaun 4,2 stöðugildi
Alls 185,6 stöðugildi
Árið 2018
Rannsóknasvið 129,7 stöðugildi
Útgerð skipa 42,4 stöðugildi
Stoðþjónusta 19,8 stöðugildi
Alls 191,9 stöðugildi

    Að öðru leyti vísast til fylgiskjals.

     4.      Hver eru núverandi framlög til eftirtalinna verkefna Hafrannsóknastofnunar:
                  a.      botnfisksrannsókna,
                  b.      uppsjávarrannsókna,
                  c.      grunnsævisrannsókna,
                  d.      umhverfisvöktunar?
    Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun er kostnaðarskipting stofnunarinnar ekki með þessum hætti og t.d. eru umhverfisrannsóknir samofnar flestum rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Rekstri stofnunarinnar má skipta í þrjá meginþætti og í eftirfarandi töflu má sjá áætluð framlög fyrir árið 2020.

Rannsóknir 2.566.892.601
Útgerð rannsóknarskipa 1.253.728.295
Stoðþjónusta 453.876.077
Alls 4.274.496.973

     5.      Telur ráðherra að nægt fé sé veitt til rannsókna Hafrannsóknastofnunar? Á hvaða sviðum væri helst ástæða til að auka fjárveitingar?
    Fjárframlög til hafrannsókna aukast verulega samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020. Munar þar mest um 600 millj. kr. framlag til smíða á nýju hafrannsóknaskipi sem mun valda straumhvörfum í starfi Hafrannsóknastofnunar þegar þar að kemur. Hefur þá þegar verið varið 900 millj. kr. í þetta verkefni, en gert er ráð fyrir áframhaldandi framlögum til ársins 2022.
    Að auki hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að í samræmi við samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar um viðbrögð vegna COVID-19 á sjávarútveg verði veitt viðbótarfjármagn til að efla hafrannsóknir við Ísland. Við ráðstöfun þessa viðbótarfjármagns verður sérstaklega litið til þess að auka rannsóknir á loðnu en um mikla þjóðhagslega hagsmuni er að ræða en útflutningsverðmæti loðnu árin 2016–2018 var að meðaltali um 18 milljarðar kr. Aðgerðin er fjármögnuð með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar á þessu ári. Þessi ráðstöfun kemur til viðbótar 165 milljóna kr. aukafjárveitingu til loðnurannsókna sem stofnunin fær nú árlega í fimm ár frá árinu 2018 til 2022.
    Á undanförnum árum hefur Hafrannsóknastofnun verið mjög háð framlögum úr verkefnasjóði sjávarútvegsins, en tekjur sjóðsins eru sveiflukenndar og hafa minnkað mikið síðustu ár. Árið 2019 var stofnuninni bætt tekjutap úr sjóðnum með 250 millj. kr. framlagi, en með fjárlögum fyrir árið 2020 er sú upphæð hækkuð í 400 millj. kr. og stofnunin þar með losuð undan því að vera háð breytilegum framlögum úr sjóðnum. Þá er á fjárlögum í ár veitt tímabundið 150 millj. kr. framlag til að efla stofnunina.
    Skipulagi Hafrannsóknastofnunar hefur nú verið breytt til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Fagsviðum fækkar úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Með flutningi stofnunarinnar úr Reykjavík á einn stað í Hafnarfirði verða breytingar í rekstri stoðþjónustu hennar.
    Rekstraráætlun Hafrannsóknastofnunar fyrir árið 2020 er innan þess fjárhagsramma sem stofnuninni er markaður í fjárlögum og hefur áætlunin verið samþykkt. Áætlunin gerir ráð fyrir að sinnt verði öllum helstu verkefnum sem stofnunin hefur haft með höndum undanfarin ár.

     6.      Hver er staðan á endurnýjun á rannsóknarskipum stofnunarinnar?
    Smíðanefnd er að störfum Verið er að ljúka við þarfagreiningu og frumhönnun skipsins, auk þess sem orkueyðsla skipsins hefur verið skoðuð ítarlega. Til stendur að bjóða út lokahönnun og smíði skipsins í vor og gert er ráð fyrir að smíðin taki tvö ár.

Fylgiskjal.



Svar Hafrannsóknastofnunar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um starfsemi Hafrannsóknastofnunar.

www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1233-f_I.pdf