Ferill 684. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1236  —  684. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um greiðslur til sauðfjárræktar og nautgriparæktar.


     1.      Hverjar voru heildargreiðslur til hvers sauðfjárbús á grundvelli samninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar árin 2014–2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum þar sem fram komi upphæð á hvert sauðfjárbú fyrir sig, sundurgreint eftir heiti þess, viðtakanda greiðslu, póstnúmeri, árum, tegund greiðslna og ærgildum.
    Í fylgiskjölum 1–3 er yfirlit yfir greiðslur hvers sauðfjárbús á grundvelli samninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar árin 2014–2019. Þar sem fyrirspurnin nær yfir tímabil eldri búvörusamninga og núverandi búvörusamning þykir rétt að skipta tímabilinu í samræmi við gildistíma hvers samnings. Gögnin eru unnin úr Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins, og eru eftir skattárum. Gögn sem merkt eru með skattárinu 2020, svo dæmi sé tekið, eiga þá við greiðslur vegna framkvæmdar samnings fyrir árið 2019.
    Í fylgiskjali 1 má finna heildargreiðslur til allra sauðfjárbúa á grundvelli samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar sem var í gildi á árunum 2014–2016. Skjalið er 1194 síður og hefur að geyma sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur til hvers bús. Heildargreiðslur vegna þessara ára til sauðfjárbúa námu 13.739.067.408 kr.

Tafla 1. Heildarupphæðir greiddar til framleiðenda vegna áranna 2014–2016.

Tegund stuðningsgreiðslna 2014 2015 2016 Heildarsumma
Beingreiðslur í sauðfé 2.364.849.236 2.412.057.856 2.434.823.189 7.211.730.281
Beingreiðslur í ull 369.287.295 372.026.455 383.342.477 1.124.656.227
Geymslugjald bænda 380.726.808 378.709.808 407.236.418 1.166.673.034
Gæðastýring í sauðfé 1.288.485.957 1.306.035.939 1.343.119.936 3.937.641.832
Nýliðunarstyrkur í sauðfjárrækt 58.586.310 51.389.518 109.975.828
Svæðisbundinn stuðningur 61.696.804 62.493.554 64.199.848 188.390.206
Heildarsumma 4.465.046.100 4.589.909.922 4.684.111.386 13.739.067.408

    Í fylgiskjali 2 má finna heildargreiðslur til allra sauðfjárbúa á grundvelli samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar á árunum 2017–2019. Rétt er að geta þess að greiðslur vegna ársins 2019 liggja ekki endanlega fyrir, þar sem gengið verður frá ársuppgjöri fyrir beingreiðslur í ull í júní 2020. Þá verða biðgreiðslur vegna ársins 2019 gerðar upp síðari hluta aprílmánaðar 2020 og getur þá komið til leiðréttingar á uppgjöri ársins í einhverjum tilfellum. Skjalið er 920 síður og námu heildargreiðslur á þessum árum 14.778.669.520 kr.


Tafla 2: Heildarupphæðir greiddar til framleiðenda vegna áranna 2017–2019.

Tegund stuðningsgreiðslna 2017 2018 2019 Heildarsumma
Beingreiðslur í sauðfé 2.374.171.452 2.151.470.813 2.210.115.950 6.735.758.215
Beingreiðslur í ull 376.377.841 362.806.912 388.749.786 1.127.934.539
Býlisstuðningur 199.018.415 258.409.860 457.428.275
Fjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt 40.998.182 51.523.283 92.521.465
Gæðastýring í sauðfé 1.673.218.909 1.727.655.949 1.924.504.110 5.325.378.968
Innlausn greiðslumarks í sauðfé 18.435.456 41.792.196 3.284.424 63.512.076
Nýliðunarstyrkur í sauðfjárrækt 22.337.469 22.337.469
Sauðfjárrækt – Aðstoð 2017 397.299.167 1.252.553 398.551.720
Svæðisbundinn stuðningur 101.439.748 149.336.859 155.250.184 406.026.791
Svæðisbundinn stuðningur – Aðstoð 2017 148.817.318 402.684 149.220.002
Heildarsumma 5.112.097.360 4.674.331.879 4.992.240.281 14.778.669.520

    Fylgiskjal 3 inniheldur upplýsingar um greiðslumark allra búa í sauðfjárrækt (fjöldi ærgilda) miðað við stöðuna 1. janúar 2019.

     2.      Hverjar voru heildargreiðslur til hvers nautgriparæktanda (viðtakanda greiðslu) á grundvelli samninga um starfsskilyrði nautgriparæktar árin 2014–2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum þar sem fram komi upphæð á hvern framleiðanda fyrir sig, sundurgreint eftir heiti bús, viðtakanda greiðslu, póstnúmeri, árum, tegund greiðslna og árskúm.
    Í fylgiskjölum 4–6 má finna heildargreiðslur til hvers nautgriparæktanda á grundvelli samninga um starfsskilyrði nautgriparæktar árin 2014–2019. Þar sem fyrirspurnin nær yfir tímabil eldri búvörusamninga og núverandi búvörusamning þykir rétt að skipta tímabilinu í samræmi við gildistíma. Gögnin eru unnin úr Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins, og flokkuð eftir skattárum. Gögn sem merkt eru með skattárinu 2020, svo dæmi sé tekið, eiga þá við greiðslur vegna framkvæmd samnings 2019.
    Í fylgiskjali 4 má finna heildargreiðslur til allra nautgriparæktenda á grundvelli samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar á árunum 2014–2016. Skjalið er 309 síður og eru heildargreiðslur á tímabilinu 18.679.135.004 kr.

Tafla 3: Samantekt eftir stuðningsgreiðslum og árum á gildistíma eldri samnings.

Tegund stuðningsgreiðslna 2014 2015 2016 Heildarsumma
Beingreiðslur í mjólk 5.439.223.832 5.514.787.386 5.522.003.628 16.476.014.846
Gripagreiðslur 643.834.063 652.463.212 669.900.122 1.966.197.397
Gæðastýring í nautgriparækt 52.856.218 53.835.710 55.026.945 161.718.873
Nýliðun í mjólkurframleiðslu 26.134.098 20.895.353 28.174.437 75.203.888
Heildarsumma 6.162.048.211 6.241.981.661 6.275.105.132 18.679.135.004

    Í fylgiskjali 4 má finna heildargreiðslur til allra nautgriparæktenda á grundvelli samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem tók gildi í janúar 2017. Rétt er að geta þess að greiðslur vegna ársins 2019 liggja ekki endanlega fyrir þar sem verið er að ganga frá lokagreiðslum á næstu vikum. Skjalið er 406 síður og eru heildargreiðslur á þessum árum 19.766.832.674 kr.

Tafla 4: Samantekt eftir árum og stuðningsgreiðslum búvörusamnings sem tók gildi 1. janúar 2017. Gripagreiðslur verða flokkaðar í tvennt í greiðslukerfi ríkisins (á mjólkurkýr og holdakýr), en þeirri vinnu er ekki lokið sem skýrir flokkun í töflu.

Línumerki 2017 2018 2019 Heildarsumma
Beingreiðslur í mjólk á greiðslumark 1.962.230.264 1.992.251.870 2.116.687.791 6.071.169.925
Beingreiðslur í mjólk á innvegna 2.654.216.579 2.708.838.348 2.792.519.206 8.155.574.133
Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt 275.018.771 198.860.522 205.344.842 679.224.135
Gripagreiðslur 1.319.960.770 1.358.807.054 1.397.573.701 4.076.341.525
Gripagreiðslur á holdakýr 234.241 234.241
Gripagreiðslur á mjólkurkýr 1.394.549 1.394.549
Gæðastýring í nautgriparækt 13.782.342 13.782.342
Innlausn greiðslumarks í mjólk 327.133.278 180.263.174 8.943.100 516.339.552
Nýliðun í mjólkurframleiðslu 9.380.572 9.380.572
Sláturálag á nautakjöt 52.112.959 94.432.266 96.846.475 243.391.700
Heildarsumma 6.613.835.535 6.533.453.234 6.619.543.905 19.766.832.674

    Fylgiskjal 6 inniheldur upplýsingar um greiðslumark allra búa í nautgriparækt (fjöldi lítra) miðað við stöðuna 1. janúar 2019. Í fylgiskjali kemur fram fjöldi árskúa, sem notast er við m.a. við útreikning á gripagreiðslur. Gert er ráð fyrir að í fyrirspurn sé átt við greiðslumark í lítrum í samræmi við fyrri hluta fyrirspurnar um greiðslumark í ærgildum í sauðfjárrækt.Fylgiskjal I.


Sauðfjársamningur 2014–2016, stuðningsgreiðslur.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1236-f_I.pdf
Fylgiskjal II.


Sauðfjársamningur 2017–2019, stuðningsgreiðslur.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1236-f_II.pdf
Fylgiskjal III.


Greiðslumark sauðfjár.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1236-f_III.pdf
Fylgiskjal IV.


Nautgripasamningur 2014–2016, stuðningsgreiðslur.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1236-f_IV.pdf
Fylgiskjal V.


Nautgripasamningur 2017–2019, stuðningsgreiðslur.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1236-f_V.pdf
Fylgiskjal VI.


Greiðslumark mjólkur.
www.althingi.is/altext/pdf/150/fylgiskjol/s1236-f_VI.pdf