Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1273  —  722. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, BÁ, BjG, GuðmT, SÞÁ, ÞorbG, ÞórP).

     1.      1. gr. orðist svo:
                   Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Heimilt er að miðla upplýsingum sem fram koma í dánarvottorði rafrænt í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur. Í reglugerð skal mælt fyrir um almenn skilyrði varðandi vinnslu og tegund gagna og upplýsinga, til hvaða stofnana sé heimilt að miðla persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi, auk fyrirmæla um öryggi og verklag við vinnslu.
     2.      Í stað orðanna „í gegnum síma eða fjarfundabúnað“ í 3. gr. og 1. mgr. 7. gr. komi: í síma eða á fjarfundi.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „61. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: og 1. mgr. 62. gr.
                  b.      Í stað orðanna „í gegnum fjarfundabúnað“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. komi: á fjarfundi.
                  c.      Í stað orðanna „í gegnum fjarfundabúnað í hljóði og mynd“ í 2. málsl. 1. mgr. og 3. málsl. 2. mgr. komi: á fjarfundi með hljóði og mynd.
                  d.      Á eftir orðinu „allir“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: viðkomandi aðilar.
     4.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „í gegnum fjarfundabúnað“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á fjarfundi.
                  b.      Á eftir orðinu „allir“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: viðkomandi aðilar.
                  c.      Í stað orðanna „í gegnum fjarfundabúnað í hljóði og mynd“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: á fjarfundi með hljóði og mynd.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „allir“ í 1. mgr. komi: viðkomandi aðilar.
                  b.      Í stað orðanna „byggja á“ í 2. mgr. komi: fylgja ákvæðum.
     6.      Í stað orðanna „byggja á“ í 8. gr., 2. mgr. 10. gr., 2. mgr. 11. gr. og 2. mgr. 12. gr. komi: fylgja ákvæðum.
     7.      Efnismálsgrein 9. gr. orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 6. gr., 3. mgr. 8. gr., 3. mgr. 9. gr. og 3. mgr. 10. gr. skal gildistími leyfis sem rennur út á tímabilinu fram til 1. október 2020 og ekki reynist unnt að framlengja sökum hindrunar sem ekki byggist á atvikum er varða málsaðila sjálfan framlengjast til 1. desember 2020.
     8.      1. mgr. 10. gr. falli brott.
     9.      Við 11. gr.
             a.     1. mgr. falli brott.
             b.     Orðin „á grundvelli laganna“ í 2. mgr. falli brott.
     10.      Við 12. gr.
                  a.      1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „á grundvelli laganna frá 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020“ komi: fram til 1. október 2020.
                  c.      3. mgr. orðist svo:
                     Ljúki fresti skv. 2. mgr. 27. gr., 1. mgr. 35. gr. og 3. mgr. 66. gr. og ekki reynist unnt að halda áfram aðgerðum í tengslum við nauðungarsölu sökum hindrunar sem ekki byggist á atvikum er varða málsaðila framlengist fresturinn um 60 daga frá þeim degi er hindruninni lauk.
     11.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.