Ferill 737. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1279  —  737. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um mat á gerðum fjórða orkupakka Evrópusambandsins.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða vinna hefur verið unnin á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við að greina áhrif hugsanlegrar innleiðingar á gerðum fjórða orkupakka Evrópusambandsins á raforkukerfið, þar á meðal stjórnskipulag þess, og raforkumarkaðinn hér á landi?
     2.      Hver er tilhögun þessarar undirbúningsvinnu og hverjar eru helstu tímasetningar í þeirri verkáætlun sem fylgt er, ef við á? Hvernig er háttað verkaskiptingu gagnvart utanríkisráðuneyti í þessum efnum?
     3.      Hvaða viðmiðum auk samræmis við stjórnarskrá er beitt við mat á því hvort ástæða sé til að fara fram á undanþágur fyrir Ísland á einstökum gerðum fjórða orkupakkans?


Skriflegt svar óskast.