Ferill 740. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1286  —  740. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslur stjórnvaldssekta.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


    Hafa stjórnvaldssektir sem eru tilgreindar í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn á þskj. 1266 fengist greiddar? Ef ekki að öllu leyti, hvers vegna ekki? Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að tryggja innheimtu þeirra?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fyrirspurnin tengist fyrri fyrirspurn á þskj. 921, 559. máli, en ráðherra taldi sér ekki fært að svara því hvort umræddar stjórnvaldssektir hefðu verið greiddar með vísan í 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, nr. 880/2020, kemur fram að nefndin telur að upplýsingar um hvort sektir sem lagðar voru á svokölluð smálánafyrirtæki hafi fengist innheimtar teljist almennt séð ekki þess eðlis að þær njóti verndar 9. gr. upplýsingalaga. Í því ljósi er þessi hluti fyrirspurnarinnar lagður fram að nýju.